Sunday, August 17, 2008

Spottinn hans pabba

Pabbi var viss um að hann lifði einn á plánetunni og hann var alltaf að toga í spotta, hann togaði í spotta og togaði í spotta og togaði í spotta og spottinn var alltaf svo þungur.

The drama-mama

Mamma mín var gefin fyrir drama þegar hún var lítil, hún átti leikhús í bílskúrnum en þegar hún hitti pabba hafði hann sett Pontiacinn inní bílskúrinn svo mamma bjó til drama í höfðinu á sér og þangað komst enginn inn.

Afi minn var sveitadrengur

Afi minn vildi verða bóndi í sveit tilað þóknast móður sinni og móðir hans var náttúran og allt draup í hana, tárin, blóðið, sæðið og hvarf.

Amma mín var glamúrpía

Amma mín var glamúrpía, hún átti gullkjóla og hanska sem hún dró hátt uppá handleggina, skartgripi og bankabækur, það small í skónum þegar hún gekk því hún var líka hershöfðingi, setti skýrar reglur og gaf skýr fyrirmæli. En hana langaði tilað dansa og afi vildi ekki dansa svo hún dansaði ekki við neinn en hana langaði tilað dansa. Kannski langaði hana tilað hverfa inní dansinn og brjóta hershöfðingjann á bak aftur, hvíla hann kannski, svo hann gæti tekið aftur við þegar eldaði aftur að morgni.

Thursday, July 24, 2008

Grískur harmleikur

Þegar Ella ber kennsl á sig með geigvænlegum afleiðingum kemst hún að því að hún er Töfrakonan. Svona er þetta í grískum harmleikjum.

Wednesday, July 9, 2008

Raunveruleikinn

Þú baðst um raunveruleikann.
Já, en ekki þennan raunveruleika.

Hvar var hún?

Alltaf þegar Töfrakonan hvarf þá var hún einhverstaðar.

Hvar var hún?