Thursday, July 24, 2008
Grískur harmleikur
Þegar Ella ber kennsl á sig með geigvænlegum afleiðingum kemst hún að því að hún er Töfrakonan. Svona er þetta í grískum harmleikjum.
Wednesday, July 9, 2008
Wednesday, July 2, 2008
Misskilningur
Töfrakonan sagði Ellu að tala við Tárið í einlægni og bjóða það velkomið á hvarm sinn og Ella féllst loks á það og hélt langa játninguræðu hvernig það að hún hefði bælt líkamann hefði framkallað þráhyggjur í heilanum. En nú væri hún semsagt tilbúin að gráta þessu tári en þá sagðist Tárið vera bíða eftir Trúðnum.
Sorgin og hamingjan
Þegar sorgin hafði stækkað svona að Ella Stína réði ekkert við hana, sagði hún við sorgina: Ég er hamingjusöm. En sorgin skildi ekki hamingjuna.
Tárið: Ég titra.
Ella Stína: Ég er hamingjusöm.
Tárið: Ég titra.
Ella Stína: Ég er hamingjusöm.
Tárið: Ég titra.
Ella Stína: Það skilur mig ekki.
Tárið: Ég titra.
Ella Stína: Ég er hamingjusöm.
Tárið: Ég titra.
Ella Stína: Ég er hamingjusöm.
Tárið: Ég titra.
Ella Stína: Það skilur mig ekki.
Stækkuð sorg
Ella Stína var alein heima þegar það kom tár í heimsókn til hennar og þá uppgötvaði hún að einhver hafði stækkað sorg hennar.
Subscribe to:
Comments (Atom)
