Sunday, August 17, 2008

Amma mín var glamúrpía

Amma mín var glamúrpía, hún átti gullkjóla og hanska sem hún dró hátt uppá handleggina, skartgripi og bankabækur, það small í skónum þegar hún gekk því hún var líka hershöfðingi, setti skýrar reglur og gaf skýr fyrirmæli. En hana langaði tilað dansa og afi vildi ekki dansa svo hún dansaði ekki við neinn en hana langaði tilað dansa. Kannski langaði hana tilað hverfa inní dansinn og brjóta hershöfðingjann á bak aftur, hvíla hann kannski, svo hann gæti tekið aftur við þegar eldaði aftur að morgni.

No comments: