Friday, June 27, 2008

Ástæðan

Já, þau urðu að finna ástæðuna fyrir því að barnið gat ekki grátið. Ókei, sagði barnið, ég trúi því að hann sé dauður, en ég ætla ekki að gráta yfir því. Þá verðum við að finna ástæðuna.

The notebook

Once upon a time there was a girl lost her father. It was such a drama, she went into it again and again and burnt up. When she had almost burnt to dead she manage to escape and went to the magic-woman and asked if she could stay in her house. Because her own house had burnt down and everything with it. The magicwoman said okay but told her to travelling and said she had written everything in a book but had lost the book and now she must find the book. In the book was everything she must remember to be cured so her house would not burn down again, and she must go and look for the child so she could cry, if she could cry she would have kind of realization and would be able to bury her father instead of dwelling in this constant drama. First she had to meet the tear to have something for the child, the child like big tears, so she must have a brother to find the way in the magic-garden where the child is hiding, and (then there came a friend of the Magic-woman, the Hollywoodactor nobody understood but was created to swift of the illusion.) and then there came a monster who wanted to have the tear so the child could live in the magicgarden, and then there came a reality, hiding in a cabin, the reality wanted to have the tear so the child could stay longer in the imagine and then the reality could grew more monster-like, like the imagine was killing the child, the reality was growing huge and nobody was able to fight him. Except the Birthday-cake. So there came a birthday cake and eveybody got a equal bit. Then eveything went into balance again. Everybody was sitting at the cake having a good time. then there was a knock on the door or something was found on the floor, the notebook. The brother took the notebook and dig a hole and put it there so the girl woh lost her father didnt have to think about it any more. Then she dissappeared.

Nornin

Nornin týndi til ýmislegt í pottinn, tár, trúð, barn, skrímsli, fjall, og hrærði vel og vandlega, hún var alveg hætt að muna afhverju hún gerði alltaf þessa súpu, kannski af því að mamma hennar hafði alltaf gert hana, allavega mundi hún ekki afhverju hún bjó til súpuna. Svo einn daginn tíndi hún allt uppúr súpunni og bjó til bók, en þá var allt svo blautt að hún varð að þurrka það og setja það svo inní bók.

Monday, June 23, 2008

Ella Stínar notar hendurnar

Kannski þurfti hún ekki að standa í þessu eilífðarfaðmlagi heldur bara nota hendurnar. En förum að sofa núna. Góða nótt.

Burning in drama

Ella Stína var að brenna upp í drama, dramað hélt henni á lífi, ef hún varð tildæmis ástfangin þá byrjaði hún strax: Hann vill ekki sjá mig. DRAMA!!!

Blekkingin

Einsog þið munið börnin góð var Ella Stína lokuð inní herberginu og það spratt upp mikill gróður af kúknum hennar, hún var löngu hætt að sjá að þetta væri herbergi og hélt hún væri í garði.

Hún prófaði að faðma allt

Ella Stína prófaði að faðma allt að sér, og byrjaði á yfirdráttarheimildinni: Kæra yfirdráttarheimild, þú ert frábær, ég faðma þig. 350 þúsund króna yfirdráttarheimild frábært og þegar þú verður komin uppí 700 þúsund neitar bankinn að lánar mér meira og þá get ég tekið þriðja lánið sem er bara tilað dekka yfirdráttarheimild, ég faðma þessa yfirdráttarheimild. En ekkert gerðist, Ella Stína hélt kannski hún myndi fá hugmynd hvernig hún gæti borgað þessa yfirdráttarheimild en það gerðist ekki neitt, hún prófaði að faðma yfirdráttarheimildina aftur. Og ég held hún sé enn að faðma hana.

Þriðji staðurinn

Sko, Ella Stína var tilfinningalaus inní lokaða herberginu og bólgin af tilfinningum fyrir utan lokaða herbergið, semsagt í hlekkjum, og það var um að gera að finna þriðja staðinn. Vinkona hennar fann þriðja staðinn og sagði það væri heimurinn. En Ella Stína komst fljótlega að því að þá þyrfti hún alltaf að vera faðma heiminn.

Ella Stína í bankanum

Ella Stína kom í bankann með hlekkina, afhverju þarf ég að borga fjögur skuldabréf í hverjum mánuði og afhverju þarf ég að hafa alla þessa yfirdráttarheimild, afhverju er lífið svona erfitt, afhverju á svona bágt, ef Ella Stína hefði farið að gráta í bankanum hefði kannski allt orðið gott.

Rifin burt

Samt var Ella Stína blóm sem vildi helst vera ofaní moldinni með allt hitt uppí himinninn, og hún vissi að hún var blóm því einu sinni var hún rifin burt.

Blómið

Guð bjó kannski til blóm en þá reif Ella Stína blómið í tætlur og sagði við guð: Jæja, svakalega flott núna eitthvað.

Guð og Ella Stína

Guð og Ella Stína voru í kappi að búa eitthvað til, eða það var Ella Stína viss um. Ella Stína bjó allt til og Guð tapaði alltaf í keppninni, Ella Stína var í sköpunarkeppni, hún bjó til sársaukann, eyðilegginguna, ástina, hatrið, svefninn, stafina, sögurnar, strákana, sólina, veðrið, trén, hjartað, magabólgurnar, hrukkurnar, neglurnar, efasemdirnar, ....já Ella Stína bjó allt til. Hún var alltaf á undan guði.

Samkomulag

Ella Stína vaknaði alltaf seint því þá gat hana verið að dreyma, í draumnum stjórnaði hún engu og það var svo þægilegt, en þegar hún var vakandi varð hún alltaf að vera segja, þetta er tré, þetta er garður, þetta er hurð, og þá rann upp fyrir henni að það hafði verið gert samkomulag.

Himinlifandi

Ella Stína var alltaf himinlifandi yfir öllu sem hún sá og heyrði og hún merkti alltaf við.

Sunday, June 22, 2008

Meira um kúlurnar

Þá var það ekki lengur sársauki.

Kúlurnar

Hún pakkaði sársaukanum inní pínulitlar kúlur.

Sársaukinn

Ella Stína gerði allt sjálf, hún bjó til sársaukann sjálf.

Hvernig hola var þetta?

Þetta var Ellu Stínu holan. Ella Stína var hola sem tók endalaust við af myrkri, sársauka, efasemdum, sorg, reiði, enginn vissi hvað hún var djúp.

Holan

Ella Stína bjó í holu og hún vildi heldur deyja en að skiljast við holuna. Ég ætla að byrja uppá nýtt, Ella Stína var föst í holu og vildi heldur deyja en að skiljast við holuna. Einn daginn var komið með skilnaðarpappíra og Ellu Stínu boðið að skilja við holuna en Ella Stína reif pappírana í sundur fyrir framan myndavélarnar.

Þið munið eftir Englakórnum

Þið munið eftir Englakórnum sem fylgdi Ellu Stínu hvert fótmál og söng um hvað hún væri góð, einn daginn varð Ella Stína svo þreytt á þessum englakór að hún hjó af honum höfuðið.

Smá bútur í viðbót

Lamaðist, spurði Hugrún.
Já, sagði Ella Stína.
Fórstu þá í hjólastól.
Já, en það vildi enginn rúlla mér.
Þögn
Gastu ekki rúllað þér sjálf?
Rúllað mér sjálf!
Já.
Hvert hefði ég átt að rúlla mér.
Hvert hefði einhver annar átt að rúlla þér.
Bara þangað sem hann vildi.
Og gera hvað?
Bara það sem hann vildi.
Er þetta svona sterkt afl.
Hvað?
Masókisminn.
Já. Og líka sadisminn. Þetta er sterkt myrkur sem togar í mann.
En ef maður er bara í jafnvægi?
Ég hefði rúllað mér framaf. Ég sofnaði bara.

Hvað gerði Ella Stína nú?

Hvað gerði Ella Stína nú þegar hún komst ekki inní Töfragarðinn. Lítum á lítið samtal við hana sem fannst í geymslunni.
Hugrún: Ella Stína, hvað gerðirðu?
Ella Stína: Ég lamaðist.

Minningin

En af því bróðir hennar og Ella Stína áttu sameiginlegar minningar rifjaði bróðirinn upp allar sameiginlegar minningar sem þau áttu saman og valdi svo úr þá hræðilegustu þá fann hann passwordið. Svo greip hann til sinna ráða og skipti um password og Ella Stína komst ekki inní Töfragarðinn næst þegar hún ætlaði að komast.

The Password into the Magic-Garden

Töfraorðið var svona pass-word sem Ella Stína notaði tilað komast inní Töfragarðinn, það vissi það enginn nema hún hvaða orð það var en svo einn daginn kom bróðir hennar og heimtaði að fá að vita passwordið.

Söngvar englakórsins

Englakórinn söng um hvað Ella Stína væri góð.

Englakórinn

Ella Stína fann ekki til inní Töfraherberginu en þá þurfti hún auðvitað að kunna Töfraorðið og þylja það í sífellu, ef hún hætti að þylja Töfraorðið þeyttist hún útúr Töfraherberginu og var komin fyrir utan. Fyrir utan var alveg hræðilegt. Þar var hún í hlekkjum. Hún dragnaðist áfram með hlekkina og á endanum var stór blýkúla. Svo það var skárra að vera inní Töfraherberginu. En einn daginn gat hún bara ekki verið þar lengur, hún fór út með hlekkina sína, það var enginn með hlekki nema hún, hennar líf var LÍF Í HLEKKJUM, aumingja Ella Stína, það var ekki fyrren hún fann englakórinn að líf hennar varð smávegis skárra.

Meira um garðinn

Barnið gat bara lifað í garði en garðurinn var að vaxa yfir það svo hún kom með klippur og ætlaði að klippa barnið burt en þá varð barnið alveg brjálað. Það verður gat í myndinni, öskraði barnið. Það er betra að hafa gat, sagði hún, en að þú deyir.
Dey ég, spurði barnið.
Þú getur dáið ef þú ætlar að vera lengur í þessum garði.
En ég get ekki lifað fyrir utan garðinn.
Ég held í höndina á þér.
Nújá svoleiðis. Þú getur þá klippt smá, klipptu eina höndina.

Garðurinn

Hún var að leita að barninu og barnið gat bara lifað í garði. Það dó ef það fór út fyrir garðinn, þá fann það svo til og allt var svo yfirþyrmandi. Hún gaf barninu litla bók og þá leið litla barninu mikið betur.

Töfraherbergið

Ella Stína bjó inní herbergi og þetta var töfraherbergi, þar fann hún ekki til.

Líf í hlekkjum

Hér byrjar eitthvað alveg nýtt.