Monday, June 23, 2008

Hún prófaði að faðma allt

Ella Stína prófaði að faðma allt að sér, og byrjaði á yfirdráttarheimildinni: Kæra yfirdráttarheimild, þú ert frábær, ég faðma þig. 350 þúsund króna yfirdráttarheimild frábært og þegar þú verður komin uppí 700 þúsund neitar bankinn að lánar mér meira og þá get ég tekið þriðja lánið sem er bara tilað dekka yfirdráttarheimild, ég faðma þessa yfirdráttarheimild. En ekkert gerðist, Ella Stína hélt kannski hún myndi fá hugmynd hvernig hún gæti borgað þessa yfirdráttarheimild en það gerðist ekki neitt, hún prófaði að faðma yfirdráttarheimildina aftur. Og ég held hún sé enn að faðma hana.

No comments: