Sunday, June 22, 2008

Englakórinn

Ella Stína fann ekki til inní Töfraherberginu en þá þurfti hún auðvitað að kunna Töfraorðið og þylja það í sífellu, ef hún hætti að þylja Töfraorðið þeyttist hún útúr Töfraherberginu og var komin fyrir utan. Fyrir utan var alveg hræðilegt. Þar var hún í hlekkjum. Hún dragnaðist áfram með hlekkina og á endanum var stór blýkúla. Svo það var skárra að vera inní Töfraherberginu. En einn daginn gat hún bara ekki verið þar lengur, hún fór út með hlekkina sína, það var enginn með hlekki nema hún, hennar líf var LÍF Í HLEKKJUM, aumingja Ella Stína, það var ekki fyrren hún fann englakórinn að líf hennar varð smávegis skárra.

No comments: