Monday, June 23, 2008
Guð og Ella Stína
Guð og Ella Stína voru í kappi að búa eitthvað til, eða það var Ella Stína viss um. Ella Stína bjó allt til og Guð tapaði alltaf í keppninni, Ella Stína var í sköpunarkeppni, hún bjó til sársaukann, eyðilegginguna, ástina, hatrið, svefninn, stafina, sögurnar, strákana, sólina, veðrið, trén, hjartað, magabólgurnar, hrukkurnar, neglurnar, efasemdirnar, ....já Ella Stína bjó allt til. Hún var alltaf á undan guði.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

No comments:
Post a Comment