Sunday, June 22, 2008

Meira um garðinn

Barnið gat bara lifað í garði en garðurinn var að vaxa yfir það svo hún kom með klippur og ætlaði að klippa barnið burt en þá varð barnið alveg brjálað. Það verður gat í myndinni, öskraði barnið. Það er betra að hafa gat, sagði hún, en að þú deyir.
Dey ég, spurði barnið.
Þú getur dáið ef þú ætlar að vera lengur í þessum garði.
En ég get ekki lifað fyrir utan garðinn.
Ég held í höndina á þér.
Nújá svoleiðis. Þú getur þá klippt smá, klipptu eina höndina.

No comments: